Fangelsun gömlu Kaupþingsstjóranna hefur vakið landsathygli og streyma þeir nú einn af öðrum á Kvíabryggju.

Um lífið þar er fjallað ítarlega í blaðinu í dag, einskonar leiðarvísir til lausnar en viðbúið er að líf fanganna breytist nú til batnaðar um hríð.

Hvers vegna?

Það sýnir reynslan:

Fyrir áratugum fékk ungur blaðamaður á Vikunni leyfi dómsmálaráðherra til að dvelja innilokaður, líkt og aðrir fangar, á Litla Hrauni í þrjá sólarhringa. Hann gekk þar til starfa líkt og aðrir fangar, borðaði með þeim, eyddi frístundum og var svo lokaður á bak við járnhurð á fleti á háttatíma og vakinn að morgni eins og þeir.

Allt gekk þetta vel og úr varð metsölublað með myndum og texta; eitthvað sem aldrei hafði sést áður.

Í mörg ár á eftir, og jafnvel enn í dag, er blaðamaðurinn að hitta fanga af Litla-Hrauni sem deildu með honum þessum þremur sólarhringum og þeir eiga vart orð til að lýsa ánægju sinni með heimsóknina og hvað hún gerði fyrir daglegt líf þeirra þessa stuttu stund.

Maturinn í fangelsinu var miklu betri þessa þrjá sólarhringa. Framkoma fangavarðanna líka. Allt yfirbragð í fangelsinu varð með mýkra móti og samskiptin öðruvísi.

Líklega verður svipað upp á teningnum á Kvíabryggju þegar auðmennirnir setjast þar að. Maturinn betri og fangaverðirnir eiríkur jónssonauðmýkri því þannig er náttúra mannsins.

Lífið verður skemmtilegra á Kvíabryggju, því má lofa.

Eiríkur Jónsson

fangar1

GÓÐ RÁÐ: Lesið ráðleggingar Ármanns Reynissonar til fyrrum Kaupþingsstjóranna á Kvíabryggju í nýjasta Séð og heyrt.

Related Posts