Heilsuæðið sem riðið hefur yfir hinn vestræna heim er eitt helsta einkenni nýrra samfélagshátta og lætur fáa ósnortna og þá eru stjörnurnar á síðum Séð og Heyrt meðtaldar.

Valgerður Ólafsdóttir, eiginkona Kára Stefánssonar, hefur gengið í endurnýjun lífdaga ef marka skal myndir af henni sem teknar voru á Listasafni Íslands um síðustu helgi. Valgerður lýsir því hér hvernig breytt mataræði, meiri hreyfing og pilates-æfingar hafi breytt lífi hennar til hins betra – og það sést. Hún tekur þó fram að breytingin sé ekki Kára, eiginmanni hennar, að þakka því enn hafi hann ekki fundið yngingargenið þótt síðar megi verða.

Önnur heilsustjarna í Séð og Heyrt er Solla í Gló sem hélt upp á 55 ára afmæli sitt í einu af fjölmörgum veitingahúsum sínum sem sérhæfa sig í hráfæði og hollustu. Solla fann þó ekki upp á þessu sjálf því foreldrar hennar voru með fyrstu grænmetisætunum hér á landi og Solla alin upp við slíkt fæði. Eiríkur Haraldsson, faðir hennar, segir: „Ég er enn þá ungur maður og hef það fínt þó að ég sé 84 ára. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er heilnæmu fæði að þakka.“

Svo er það Bubbi Morthens sem kynnti nýja ljóðabók sína í matvöruverslun Hagkaups í Skeifunni. Þangað mætti tengdamóðir hans með hamborgarabrauð því hún hafði notað tækifærið til að kaupa í matinn. Og þá kom heilsufréttin frá Bubba sjálfum: „Ég borða ekki hamborgara. Eða lít ég út fyrir að vera maður sem borðar hamborgara?“

Valgerður hans Kára, Solla í Gló og Bubbi Morthens gera lífið skemmtilegra með því að passa upp á

eir’kur j—nsson

heilsuna og halda áfram að ljóma meðal vor – eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

Related Posts