Matthildur Óskarsdóttir (15) er með krafta í kögglum:

Matthildur Óskarsdóttir, dóttir sjónvarpsstjörnunnar Evu Maríu Jónsdóttur og leikstjórans Óskars Jónassonar gerði góða ferð á Norðurlandameistaramótið í kraftlyftingum ungmenna í Finnlandi. Mótinu lauk í dag og Matthildur sópaði að sér verðlaunum.

Hún stóð uppi sem Norðurlandameistari í 60 kílóa bekkpressu en hún lyfti eftirfarandi þyngdum: 110 kg (silfur) í hnébeygju. 60 kg (gull) í bekkpressu og 105 kg (brons) í réttstöðu. Hún varð í öðru sæti í heildarkeppninni, aðeins tæpum 7 stigum á eftir sigurvegaranum.

„Dásamlegt að sjá barnið sitt keppa á fyrsta alþjóðlega mótinu sínu,“ segir Eva María Jónsdóttir og pabbinn er ekki síður stoltur: „Matthildur í Finnlandi að taka gull, silfur og brons núna í morgun – á Norðurlandamóti unglinga….! 60 í bekk, 110 í hnébeygju og 105 í réttstöðu, takk fyrir!“

Matthildur æfir með Gróttu og er Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki með tólf Íslandsmet.

Related Posts