…eða kannski bara innsæinu?

 

Skapandi og tilfinninganæmt fólk er talið nota „hjartað“ við ákvarðanatöku sína og á það til að setja hagsmuni annarra ofar sínum eigin. Þeir sem nota „höfuðið“ fara eftir því sem skynsemin býður þeim og geta eytt löngum tíma í að taka ákvörðun. Þeir sem nota innsæið fara bil beggja en mættu alveg nota aðeins meiri tilfinningar og rökvísi við val sitt.

 

  1. Hvert eftirtalinna atriða skiptir þig mestu máli við val á nýjum sófa?

a: Hversu endingargóður hann er.

b: Hvernig hann kemur út í stofunni.

c: Hvort það sé gott að sitja í honum.

 

  1. Hvernig bregstu vanalega við þegar einhver reitir þig til reiði?

a: Það sýður á þér um tíma en eftir smástund útskýrir þú hvað olli reiðinni.

b: Gýst snögglega með látum en svo er það líka búið.

c: Andar djúpt til að skilja tilfinningar þínar, en deilir þeim ekki.

 

  1. Trjágreinar af tré nágrannans slúta yfir garðinn þinn og þú þolir ekki að laufblöðin falli á lóðina þína. Þú:

a: Sagar greinarnar af þín megin garðsins.

b: Biður grannann um að saga greinarnar af.

c: Bíður til næsta hausts og athugar hvað gerist þá.

 

  1. Besta vinkona þín keypti sér íbúð. Innflutningsgjöf frá þér gæti verið:

a: Keypt í Húsasmiðjunni, BYKO eða Bauhaus.

b: Eitthvað svipað og hún dáðist svo að heima hjá þér.

c: Gjafakarfa eða gjafakort.

 

5 Ef á að safna fyrir tölvum í skóla barnsins þíns myndir þú bjóða þig fram í að:

a: Stjórna uppboði.

b: Skrifa falleg og ómótstæðileg sníkjubréf.

c: Skipuleggja bílaþvott eða annað skemmtilegt.

 

  1. Í hvaða spili heldur þú að hæfileikar þínir njóti sín best?

a: Trivial Pursuit.

b: Gettu betur.

c: Popppunkti.

 

  1. Hve oft kemur fyrir að þú ert á síðustu stundu og það þarf að reka á eftir þér?

a: Sjaldan.

b: Oft.

c: Stundum.

 

  1. Þegar þú hlustar á útvarpið í bílnum velur þú:

a: Talmálsstöð eða fréttatengt efni.

b: Að skipta á milli stöðva í leit að góðu lagi.

c: Stöð með uppáhaldstónlistinni þinni og hreyfir þig ekki þaðan.

 

 

Flest A

Höfuðið ræður

Þú ert yfirveguð og skipulögð manneskja og rannsakar málið áður en þú tekur ákvörðun. Þú sérð líka sjaldan eftir nokkru. En þú eyðir of löngum tíma í þetta og gætir misst af ýmsum tækifærum á meðan. Settu ögn meiri tilfinningar í ákvarðanir þínar, það flýtir fyrir.

Prófaðu að skoða tilfinningar þína áður en þú tekur endanlega ákvörðun.

Sofðu á því. Það getur borgað sig að taka sólarhring í að íhuga stórar ákvarðanir og með því eykur þú til muna möguleikann á betri lausn.

Hræðsla við mistök. Spurðu þig líka hvort heimurinn farist þótt þú gerir mistök stöku sinnum. Hræðsla þín við mistök er of mikil.

 

Flest B

Hjartað ræður

Þú hefur samúð og tilfinningar að leiðarljósi þegar þú þarft að taka ákvörðun. Velferð annarra er þér líka ofarlega í huga en þú þarft að gæta þess að setja hana ekki ofar þinni eigin.

Spurðu þig hvers ÞÚ þarfnast áður en þú tekur lokaákvörðun þína.

Hugleiddu í tíu mínútur á dag. Rannsóknir hafa sýnt að það getur hjálpað þér að komast að réttri niðurstöðu.

Gerðu lista yfir kosti og galla málsins. Tilfinningavera eins og þú getur verið bráðlynd. Með því að gera lista yfir kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig getur þú frekar beitt rökhyggju.

 

 

Flest C

Innsæið ræður

Þú ert skapandi manneskja og góður mannþekkjari sem lætur brjóstvitið ráða. Innsæi þitt verður til þess að þú getur náð afar góðum árangri við að leysa vandamál.

– Bættu smárökvísi og tilfinningum við og þú munt auka árangur þinn.

Rannsakaðu málið. Nokkrar staðreyndir sem styðja þig í að taka rétta ákvörðun gera þig líka öruggari með það sem þú ert að gera.

Prófaðu „ef ég – þá verður“ formúluna. Ef þú segir upphátt við sjálfa/n þig „ef ég geri þetta þá verður það til þess að …“ mun það hjálpa þér við að halda lokatakmarki þínu skýru og vera með báða fætur á jörðinni.

Related Posts