Kvikmyndin Grimmd frumsýnd 21. október næstkomandi:

„ÞÚ DRÓST TVÆR STÚLKUR INN Í BÍL, KEYRÐIR UPP Í HEIÐMÖRK OG MYRTIR ÞÆR“

cdbe3011938849b6c8266e7a85e4edbe

Plakat myndarinnar hefur vakið mikla athygli.

Myndin Grimmd segir frá ungum systrum, Sigrúnu og Höllu, sem hverfa af leikvelli í Árbænum og finnast svo látnar í Heiðmörk. Í kjölfarið fer af stað flókin lögreglurannsókn á hvarfi og láti stúlknanna.

Anton Sigurðsson leikstýrir myndinni og aðalleikarar hennar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson og Margrét Vilhjálmsdóttir. Fjöldi þekktra leikara fer einnig með hlutverk og meðal þeirra eru Atli Rafn Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Hannes Óli Ágústsson.

Stikla myndarinnar var frumsýnd í dag, en í henni má sjá rannsóknarlögreglumanninn Jóhannes Schram, sem Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur, yfirheyra mann vegna málsins.

 

Séð og Heyrt horfir á kvikmyndir alla daga.

 

Related Posts