Söngvarinn Stevie Wonder (64) fagnaði nýjasta fjölskyldumeðliminum í gær með kærustu sinni til tveggja ára, Tomeeku Robyn Bracy. Þau eignuðust stúlku og er um annað barn þeirra beggja að ræða en níunda barn söngvarans. Stúlkan hefur hlotið nafnið Nia.

Orðrómar voru á kreiki um að parið hafi átt von á þríburum. Stevie var ekki lengi að blása á þær sögusagnir með tilkomu nýju dótturinnar.

Related Posts