Steve-O (41) í vanda:

Jackass meðlimurinn og vitleysingurinn Steve-O er á leið í fangelsi í 30 daga.

Steve-O var kærður í fimm ákæruliðum fyrir að kveikja á flugeldum á toppi krana í Hollywood þar sem hann var að mótmæla SeaWorld.

Steve-O játaði að hafa haft ólöglega flugelda við hönd og að hafa farið í leyfisleysi upp á kranann. Hinar þrjár ákærurnar voru látnar falla niður.

Steve-O þarf að sitja inni í 30 daga og verður á þriggja ára skilorði ásamt því sem hann þarf að borga 7.409 dollara í sekt.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá mótmæli Steve-O.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts