Stefán Sigurðsson (28) er eldheitur:

Það eru ófáir Íslendingar sem eru grjótharðir aðdáendur Beyoncé. Einn þeirra er Stefán Sigurðsson sem er sjóðheitur aðdáandi dívunnar. Hann er búsettur í stórborginni New York þar sem að hann starfar sem almannatengill.

skoðar heiminn

BEÐIÐ Í RÖÐ: Stefán og vinkonur hans kunna þá list að standa í röð eftir miðum á tónleika með dívunni.

Æði „Hún er einfaldlega langbesti núlifandi skemmtikrafturinn og á sér engan líka á nokkru sviði. Ég er MTV-barn og tók iðulega tónlistarmyndbönd upp á spólu þegar allir voru með VHS-tæki. Þar kynntist ég fyrst Beyoncé í Destiny’s Child í gegnum alla slagarana á Writings on the Wall-plötunni. Þegar hún gaf út fyrstu sólóplötu sína og slátraði Grammy-verðlaunum sama ár með ótrúlegri frammistöðu þá kolféll ég fyrir henni,“ segir Stefán Sigurðsson sem starfar sem almannatengill á Manhattan.

Það getur enginn sungið eins og hún. Til eru þær söngkonur sem eru með meira raddsvið en hún og hljóma vel á upptöku en fáir fara í hælaskóna hennar þegar kemur að því að flytja tónlist á sviði. Hún bæði syngur og dansar sleitulaust í tvo tíma og það á hælaskóm og efnislitlum klæðnaði.

„Ég hef einu sinni séð hana á sviði og reyndi að ná miðum á Formation-túrinn en það seldust allir miðar upp á nokkrum sekúndum hér í New York. Ég bið hana bara um aukatónleika. Það kemur ekki annað til greina en að sjá hana oftar á sviði.“

Söngkonan þótti koma sér á annan stall með atriðinu á Super Bowl en það vakti verðskuldaða athygli og var í senn ögrandi og pólítískt. Söngkonunni er umhugað um stöðu sína sem áhrifavaldur í samfélaginu.

„Ég er hennar helsti talsmaður, stundum um of, en ég hlusta á hana daglega og rýni mikið í allt sem hún gerir. Og ber auðvitað hróður hennar sem víðast. Það er bara ein Beyoncé. Super Bowl-atriði hennar var tryllt. Ég elska lagið Formation og skilaboðin sem í því felast. Bruno Mars var dúlla en Chris Martin og félagar hefðu mátt taka sér dagslanga leggju fyrir mér. Minnti mjög á kraftinn í frammistöðu hennar árið 2013. Hún trónir iðulega á toppnum þegar taldir eru fram áhrifamestu einstaklingar heims og nýtur virðingar sem er fágætt meðal skemmtikrafta,“ segir Stefán sem býr og starfar í stórborginni New York og hlustar daglega á Beyoncé.

beyoncie

AÐAL OG BEST: Stefán hlustar á söngkonunna daglega og er heitur aðdáandi hennar og hefur verið frá tímum VHS-tækjanna.

Related Posts