Stefán Hilmarsson (50) með hugljúft lag:

ÞÚ FERÐ MÉR SVO ÓSKÖP VEL

Splunkunýtt Söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem þekktastur er sem forsprakki hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns gaf í kvöld út nýtt lag. Lagið ber nafnið Þú ferð mér svo ósköp vel, textinn er eftir Stefán sjálfan, lagið eftir Jón Ólafsson og útsetning, forritun, hljómborð, með meiru er í höndum Þóris Úlfarssonar.

Lagið sömdu Stefán og Jón fyrir nokkrum árum þegar Stebbi var gestur Jóns í „Af fingrum fram“. Síðan hefur það aðeins verið flutt einu sinni, í brúðkaupi vinahjóna. En Stebbi ákvað loksins að skella sér í hljóðver og gefa lagið út og hér er það fyrir okkur til að njóta.

Framundan hjá Stefáni eru afmælistónleikar í Hörpu föstudaginn 16. september næstkomandi. Þar mun hann fara yfir feril sinn ásamt fjölda góðra gesta. Sérstakir gestir eru Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhanna Guðrún, Páll Rósinkranz, Gospelkórinn Gisp! og Hornaflokkurinn Honk.  Búast má við að einhverjir leynigestir muni troða upp með Stefáni, en hann hefur á löngum og farsælum ferli sínum unnið með rjóma íslenskra tónlistarmanna.

13901401_1075249585901991_3072374117999154499_n

Facebooksíða Stefáns er hér.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts