Tricoder heitir í dag Scanadu Scout:

Í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Star Trek á sjöunda áratugnum hét tækið Tricorder. Í dag er það til í raunveruleikanum undir heitinu Scanadu Scout. Með því að láta tækið snerta ennið mælir það ýmsa líkamsstarfsemi og sendir síðan upplýsingarnar á nokkrum sekúndum í snjallsíma viðkomandi. Tækið mælir hluti eins og hita, púls, blóðþrýsting, súrefnisflæði og EKG (rafræn mæling á hjartslætti).

VERULEIKI: Tricorder tækið eins og það leit út í Star Trek þáttunum.

VERULEIKI: Tricorder tækið eins og það leit út í Star Trek þáttunum.

Það er belgíski athafnamaðurinn Walter De Brouwer sem stendur að baki Scanadu Scout en hann bíður nú eftir samþykki fyrir sölu þess hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Hugmyndina að tækinu fékk De Brouwer þegar sonur hans hlaut heilaskaða í slysi. Í frétt um málið í Politiken segir að þá hafi De Brower fengið innsýn í starfsemi sjúkahúsa og séð að tæki eins og Scanadu Scout gæti komið að góðum notum.

De Brouwer notaði hópfjármögnun til þess að hanna og smíða tækið. Upphaflega ætlaði hann að safna 100.000 dollurum en áhuginn reyndist svo mikill að á endanum söfnuðust 1,6 milljónir dollara eða sem svarar til rúmlega 200 milljóna kr.

Related Posts