Svartur föstudagur hjá veiðimönnum:

Góður díll  Mikill spenningur er í stangaveiðiheiminum vegna fyrstu Black Friday útsölunnar sem haldin verður á morgun föstudag í Veiðiflugum við Langholtsveg. Black Friday útsölurnar eru þekktar í Bandaríkjunum en þær eru jafnan haldnar daginn eftir þakkargjörðarhátíðina sem er í dag og marka upphaf jólaverslunarinnar.

Talsverður fjöldi verslanna líkt og Elkó og Nettó verða með Svartan föstudag á morgun en Veiðiflugur er fyrsta veiðivörubúðin sem kýlir verðin niður með þessum hætti. Jafnframt verður boðið upp á kaffi og konfekt í tilefni dagsins.

VEIDI

Veiddu betur með Séð og Heyrt!

Related Posts