Sverrir Júlíusson (41) skipulagði með vinum sínum útisýningar á EM í Keflavík:

Fólk er gífurlega spennt fyrir íslenska landsliðinu og fyrir þá sem ekki komast út að horfa á strákana okkar er hægt að horfa á leikina í miðbæ Reykjavíkur. Hins vegar eru ekki allir sem búa í Reykjavík og eftir miklar pælingar ákvað hópur stuðningsmanna í Keflavík að sýna leikina á stórum skjá í miðbæ þeirra.

 

ÿØÿà

SPEKINGAR: Þessir tveir stuðningsmenn ræddu framvindu leiksins ítarlega meðan hann stóð yfir.

 

Ekkert í boði Við erum bara hópur sem ætlaði út en það gekk ekki,“ segir Sverrir Júlíusson, einn af skipuleggjendum EM-skjásins í Keflavík, um hvernig þetta allt saman byrjaði. Við vorum þreyttir á því að ekkert væri í boði og við vissum að Síminn var með sinn skjá í Reykjavík og við vildum hafa íslensku leikina í boði í Keflavík.“

 

EM Keflavík

ÁFRAM ÍSLAND: Keflvíkingar mættu margir hverjir bláklæddir til að styðja landsliðið.

 

Pissa í klósett

Um upphafið að þessu öllu saman segir Sverrir: Þetta kom mánuði fyrir mót, þá fórum við að velta þessu fyrir okkur. Hvaða leyfi við þyrftum og svoleiðis. Eftir á að hyggja þá hefðum við átt að byrja miklu fyrr. Við þurftum að fá rekstrarleyfi til þess að leyfa fólki að pissa í klósett. Þetta var eins og að opna veitingastað.“ Fyrirtæki bæjarins hafa tekið þátt í þessu með honum og þessi hugmynd hefur fengið góðar undirtektir í bænum. Við höfum sýnt alla íslensku leikina og einn pólskan leik. Það er bara eitt lið sem kemst að í raun og veru og það er okkar. Það standa allir upp og syngja þjóðsönginn. Fólk er ekki að taka sér frí til að horfa á Svíþjóð,“ segir Sverrir hlæjandi sem sjálfur faldi sig inni í gámi á meðan leikur Íslands og Englands átti sér stað, svo stressaður var hann.

 

EM Keflavík

ALLIR SYNGJA SAMAN: Fólk reis úr sætum sínum og söng þjóðsönginn með strákunum okkar.

 

Rifna úr stolti Hannes er snillingur, búinn að vera lykilmaður í liðinu. Svo hefur Ragnar staðið sig rosalega vel líka. Þetta lið er frábært, það stoppar allt á Íslandi þegar þeir spila og fólk er límt fyrir framan skjáinn. Maður rifnar úr stolti þegar maður horfir á þá.“ segir Sverrir um sína uppáhaldsleikmenn í liðinu.

 

EM Keflavík

ALLUR SKALINN: Fólk á öllum aldri mætti til að styðja landsliðið til dáða.

 

19. tbl 2015, forvarnir, Séð og Heyrt, SH1505151059, Sverrir Júlíusson, Talrásin, útvarpsstöð

FALDI SIG: Sverrir varla þorði að horfa á leikina af spennu.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts