Jakob Viðar Guðmundsson (60) enn trúbador:

Jakob Viðar Guðmundsson var til umfjöllunar hjá Séð og Heyrt fyrir 13 árum en þá hafði hann nýsigrað trúbadorakeppni á Rás 2. Jakob Viðar er enn þá duglegur við að spila nú þrettán árum síðar en hann tekst á við pólítísk viðfangsefni með kaldhæðnina að vopni.

 

Trúbador „Það var æðislega gaman að spila á Neskaupsstað. Þetta voru verðlaunin fyrir að vinna keppnina og við fórum þarna tvö saman, ég og Jónína Aradóttir sem vann líka, og þetta var virkilega skemmtilegt. Við spiluðum á tónleikum í Egilsbúð minnir mig og þar var hörkustuð,“ segir Jakob um tíma sinn þegar hann sigraði keppni Rásar 2 en er hann enn þá að spila?

„Já, ég er svona alltaf annað slagið að spila. Ég er bæði einn og með hljómsveitinni minni Heiglum frá Reykjavík. Við spilum bara út um allt, förum á pöbba og höfum meðal annars spilað í Borgarbókasafninu. Þetta er allt frumsamin tónlist sem ég spila, ég sem alla texta og lög sjálfur.“

SYNGUR: Jakob Viðar er með gítarinn og kaldhæðnina að vopni.

SYNGUR: Jakob Viðar er með gítarinn og kaldhæðnina að vopni.

Hjálpum flóttafólki

Jakob Viðar vakti athygli með lagi sínu Ali en þar söng hann um íraska strákinn Ali sem hafði misst báðar hendur. Fyrirsögn Séð og Heyrt á sínum tíma var „Kaldhæðinn trúbador“ og þá sérstaklega vegna textans í laginu Ali en er Jakob enn svona kaldhæðinn?

„ Já, það má segja að ég sé enn þá svona kaldhæðinn,“ segir Jakob og hlær.

„Ég beiti kaldhæðninni mikið þegar kemur að alls kyns pólítiskum ádeilum.“

Velferð flóttafólks er Jakobi ofarlega í huga og hann vill hjálpa þeim.

„Mín skoðun er sú að þetta sé bara einn heimur og hann er fyrir alla. Ef við eigum einhver tök á að hjálpa þessu fólki þá verðum við að gera það. Þetta hlýtur að vera hræðilegt líf hjá grey fólkinu, mér finnst við ekki standa okkur alveg nógu vel í þessu. Við hljótum að geta gert eitthvað betur í þessum málum.“

13 ÁR: Jakob var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir 13 árum.

13 ÁR: Jakob var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir 13 árum.

Stamar

Jakob glímir við mikið stam en hann segist ekki kippa sér upp við það. Hann stamar þó ekki þegar hann syngur.

„Ég hef stamað alla tíð en þetta hefur þó orðið skárra með árunum. Ég lendi aldrei í því að stama þegar ég syng. Ég er ekkert að pæla í því af hverju ég stama þegar ég tala en ekki þegar ég syng. Þetta er bara eitt af mínum persónueinkennum.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts