Lára Björg Björnsdóttir (38) hefur víða farið sem vinsæll pistlahöfundur og höfundur bókar um útrásarvíkinga. Þegar Lára Björg segir eitthvað verður allt skiljanlegra.

 

Hver er fyrsta endurminning þín?
Ég, þriggja ára, að fela mig undir borði því mig langar ekki til að vera drepin á leikskólanum.

lara 3

SÆLKERI: Borðar ekki grænmeti og fisk.

Hvernig er draumabíllinn?
Bíll sem beyglast ekki þegar ég keyri á. Og já, það má vera hiti í sætum.

Bjór eða hvítvín?
Bæði takk.

Bubbi eða Sigur Rós?
Taylor Swift.

Hunda- eða kattamanneskja?
Hundamanneskja. Kettir hræða mig. Og eigendur þeirra enn meira.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið?
Að hætta að borða grænmeti og fisk.

Hvaða sögu segja foreldrar þínir endurtekið af þér?
Þær eru margar og innihalda allar eitthvað mjög mikið væl af minni hálfu.

Hver er mesti töffari allra tíma?
Synir mínir.

Hvaða bók eða kvikmynd fékk þig síðast til að tárast?
Ég græt yfir food network. Er það ekki bara nóg?

Í hverju finnst þér best að sofa?
Sonur minn (tæplega 3 ára) er nýfarinn að sofa í gegnum nóttina svo á meðan ég fæ hugsanlega fimm tíma órofinn svefn án þess að einhver æli eða pissi á mig, þá er ég góð.

Áttu þér eitthvert gælunafn?
Finnst þér það líklegt?

Ef þú þyrftir að búa í sjónvarpsþætti í mánuð, hvaða þátt myndirðu velja?
Curb your Enthusiasm og ég er Larry David.

Hvar keyptirðu rúmið þitt?
Ég stal því.

Hverju ertu stoltust af að hafa vanið þig af?
Hræðslu við drauga. Ég er farin að þora niðrí þvottahús eftir kl. 22 á kvöldin þrátt fyrir suðandi og urrandi draugagang svo það er eitthvað til að skála fyrir.

Sundbolur eða bikiní?
Ég fer ekki í sund vegna þess að mér finnst óþarfi að láta fólk þurfa að horfa á mig í einmitt sundbol eða bikiní. Fólk á bara að fá að vera í friði. Og ég líka.

Related Posts