Grínistinn Ari Eldjárn hefur verið einn allra vinsælasti uppistandari landsins síðustu ár. Hann svarar spurningum vikunnar.

IPHONE EÐA SAMSUNG?

iPhone

 

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA?

Tómatsósu, yfir og undir.

 

FACEBOOK EÐA TWITTER?

Facebook.

 

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG?

Hjá Kristjáni í Sjoppunni, Bankastræti.

 

BORÐARÐU SVIÐ?

Nei, en ég stíg oft á það.

 

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN?

Leik mér við dóttur mína og borða svo kvöldmat með henni og konunni minni.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?

Bjór.

 

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?

Stuttur.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?

Konur og brottfarir (ég vann sem flugþjónn á tímabili).

 

HVER ER DRAUMABÍLLINN?

Skoda Octavia 2017.

 

KJÖT EÐA FISKUR?

Kjöt.

 

GIST Í FANGAKLEFA?

Nei. Aldrei að segja aldrei!

FYNDINN: Ari Eldjárn er fyndinn fýr og hann svarar spurningum vikunnar.

FYNDINN: Ari Eldjárn er fyndinn fýr og hann svarar spurningum vikunnar.

 

DRAUMAFORSETI?
Friðrik Rúnar Garðarsson.

 

STURTA EÐA BAÐ?
Steypibað.

 

REYKIRÐU?
Nei.

 

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Rykfrakka.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að hætta að reykja.

 

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þau minnast stundum á það að ég var víst sjúkur í klukkur þegar ég var lítill og allir héldu að ég yrði úrsmiður. Það er pínu kaldhæðnislegt þar sem ég er mjög óstundvís maður.

 

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
David Bowie.

 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Star Wars VII: The Force Awakens.

 

HUNDUR EÐA KÖTTUR?
Hundur.

 

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
The Mighty Boosh.

 

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU?
Ég held bara ekki, svei mér þá …

 

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Það er óprenthæft.

 

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
Sirka 7-13.

 

ICELANDAIR EÐA WOW?
Icelandair.

 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Á.

 

KÓK EÐA PEPSÍ?
Kók.

 

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Net.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Þegar ég var sirka þriggja ára stakk ég prjóni í innstungu. Það var stuð.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts