Davíð Laufdal Arnarsson (17) er hluti af sigurliði FG:

Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ bar sigur úr býtum í Spunakeppni framhaldsskólanna. Hópinn skipa þau Davíð Laufdal Arnarsson, Kristjana Ýr Herbertsdóttir, Selma Rós Axelsdóttir og Starkaður Pétursson en þetta var í fyrsta skipti sem FG sigar keppnina sem var haldin í Þjóðleikhúsinu og er hluti af Unglist.

43. tbl. 2016, Davíð Laufdal og spunahópur, FG, leiklist, SH1611186829, Spuni, unglist

SIGURVEGARAR: Davíð Laufdal, Kristjana Ýr, Selma Rós og Starkaður stóðu uppi sem sigurvegarar spunakeppninnar og eru vel að sigrinum komin.

Spuni „Við tókum þátt í Spunakeppni framhaldskólanna og þar er sem sagt keppt í besta spunanum,“ segir Davíð.

„Þetta virkar þannig að við drögum úr hatti einhvern spuna og þurfum að spinna eftir því efni sem við fáum. Hópurinn velur síðan einhvern stíl, eins og til dæmis söngleikjastíl eða dramastíl, og við þurfum þá að spinna út frá þeim stíl,“ segir Davíð en áhorfendur úr sal fá einnig að vera með.

„Við megum biðja um orð úr sal og þurfum að koma því orði inn í spunann okkar.“

Þrotlausar æfingar

Spunakeppnin er hörð keppni og þar þarf allt að ganga upp. Liði FG tókst að láta allt ganga upp og kláruðu keppnina með stæl.

„Í úrslitum drógum við vináttu úr hattinum og spunnum í setningarstíl. Þetta er mjög tæknilegt og við æfðum alveg rosalega mikið. Það þarf allt að ganga upp til að sigra og sem betur fer gekk það hjá okkur,“ segir Davíð sem er algjörlega klár á því hvert draumastarfið er.

„Ég er á leiklistarbraut í FG og hef mikinn áhuga á leiklist. Það er algjörlega draumurinn að fá að starfa við leiklist í framtíðinni.“

43. tbl. 2016, Davíð Laufdal og spunahópur, FG, leiklist, SH1611186829, Spuni, unglist

LÍFIÐ ER LEIKUR: Krakkarnir í spunahópi FG hafa gaman af lífinu og fyrir þeim er það svo sannarlega leikur.

43. tbl. 2016, Davíð Laufdal og spunahópur, FG, leiklist, SH1611186829, Spuni, unglist

ALLA LEIÐ UPP: Það er alveg á hreinu að þessi hópur er á leið upp metorðastigann í leiklist.

SPUNNIÐ Á STAÐNUM: Hópurinn spann á staðnum fyrir ljósmyndara Séð og Heyrt og steig ekki feilspor.

SPUNNIÐ Á STAÐNUM: Hópurinn spann á staðnum fyrir ljósmyndara Séð og Heyrt og steig ekki feilspor.

43. tbl. 2016, Davíð Laufdal og spunahópur, FG, leiklist, SH1611186829, Spuni, unglist

43. tbl. 2016, Davíð Laufdal og spunahópur, FG, leiklist, SH1611186829, Spuni, unglist

 

Séð og Heyrt er hrifið af spuna.

Related Posts