Einn mesti afreksmaður íslenskrar íþróttasögu, Valbjörn Þorláksson, átti þennan forláta bíl um tíma; Borgward Isabella, en tegundin var framleidd í Þýskalandi fram til ársins 1962 þegar verksmiðjan varð gjaldþrota og BMW fyllt upp í það skarð sem myndaðist þá á markaði.

drossía

FLOTTUR: Borgward Isabella í Borgarfirði.

Steingrímur Steingrímsson keypti bílinn f Valbirni og minnist hans með hlýhug þegar hann birtir mynd á samfélagsmiðlum og segir:

drossia 2

KEYPTI: Steingrímur gerði bílinn upp.

„Þetta er Borgward Isabella árgerð 1960. Þennan bíl keypti ég af Valbirni Þorlákssyni vini mínum. Ég gerði bílinn upp á Hvanneyri í Borgarfirõi 1970 og þetta var árangurinn. Einn af betri bílum sem ég hef átt.“

valbjörn 2

KEMPA: Tvívegis íþróttamaður ársins.

Ekki var nóg með að Valbjörn Þorláksson væri einn fremsti íþróttamaður landsins heldur var hann einnig ein sá myndarlegasti. Stundaði sólböð daglega og var því brúnn yfirlitum, hávaxinn og stæltur þannig að eftir var tekið. Hann fór á þrenna Ólympíuleika fyrir Íslands hönd, tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins, varð Norðurlandameistari í tugþraut og endaði glæstan feril sem heimsmeistari öldunga. Þekktastur var hann þó fyrir stangarstökk en þar naut glæsileiki hans sín hvað best.

Valbjörn lést árið 2009, 75 ára að aldri.

 

valbjörn 99

VALBJÖRN: Keppti í öllum greinum íþrótta og vann yfirleitt.

 

 

Related Posts