Spessa (59) ljósmyndara var tekið með kostum og kynjum í Kansas:

Það var ótrúleg stemning við opnun ljósmyndasýningar Spessa í Bandaríkjunum. Mótorhjólagengin og fjölskyldur þeirra fjölmenntu á sýninguna og létu fáka sína brenna gúmmíi í massavís fyrir vin sinn frá Íslandi.

Spessi

FLOTTIR FÉLAGAR: Spessi fór með Jim, vini sínum, í pílagrímaferð til Missouri til að hitta mótorhjólatöffarann Motorcycle sem er goðsögn í bandarískri mótorhjólamenningu.

Mótorhjólamenning Spessi bjó í smábænum Manhattan í Kansas-fylki þegar Áróra (48), eiginkona hans, var þar í námi fyrir nokkrum árum. Komst hann í kynni við ótrúlegan hóp ekta amerískra mótorhjólatöffara sem hafa lifað og hrærst í Harley Davidson-menningunni í áratugi. Spessi er sjálfur mikill Harley Davidson-maður og var vísað á verkstæði í Frankfort, sem er smábær skammt frá þar sem þau hjónin bjuggu, þegar hann þurfti að fá skoðun á hjólið sitt. Spessa var tekið með fyrirvara í fyrstu en með tímanum varð hann mikill vinur bræðra sem voru með verkstæðið og fjölskyldna þeirra. Þeir treystu honum til að skrá líf sitt og vina sinna með ljósmyndum sínum og sýndi Spessi afraksturinn í fyrsta sinn á Listahátíð í Reykjavík árið 2013. Myndaserían heitir A Horse with No Name og nú var komið að því að Spessi sýndi hana í bænum þar sem flestar myndirnar voru teknar.

Velkominn heim

Spessi

FRJÁLS: Spessi fékk að prófa vopnabúr vina sinna.

„Þessi sýning passaði fullkomlega á þennan stað því þarna var fólkið, sem hún snerist um, og menning þess.“ segir Spessi. „Viðtökurnar voru rosalega fínar og menn sögðu bara: „Velkominn heim Spessi.“ Að lokinni opnuninni brenndu menn dekkin með því að spóla fyrir utan galleríið og það var alveg meiriháttar heiður fyrir mig.

Þarna voru heilu fjölskyldurnar og mótorhjólagengin allt frá ömmum og öfum niður í börn. Þetta fólk er svo ekta og heilt í gegn og það er enginn að reyna að vera einhver töffari heldur eru menn það bara í eðli sínu. Það er enginn keppni í töffaraskap þar sem menn troða náunganum um tær til að reyna að upphefja sjálfa sig, líkt og gerist allt of oft á Íslandi.“

Allir með byssur

Spessi var í þrjár vikur í ferðinni og fór í pílagrímsferð til að heimsækja goðsögn úr mótorhjólamenningunni en auk þess að taka ljósmyndir vinnur Spessi að heimildarmynd um mótorhjólamenninguna í Ameríku.

Spessi

REYKSPÓLAÐI: Þessi kappi lét ekki sitt eftir liggja þegar hann fagnaði sýningunni með reykspóli.

 

Spessi

BRENNDU GÚMMÍ: Vinir Spessa spóluðu og spændu upp gúmmíi fyrir framan galleríið við opnunina listamanninum til heiðurs.

Spessi

MEÐ SKAMMBYSSU Í SKÓGINUM: Motorcycle býr langt inni í skógi og gengur með skammbyssu í buxnastrengnum.

 

„Við keyrðum til Missouri að heimsækja mann sem er aldrei kallaður annað en „Motorcycle“. Þetta er algjört „Hill Billy“-land og hann býr inni í skógi þar sem hann fær að vera í friði. Þarna ganga allir með byssur og Motorcycle var með byssu í hverju herbergi á heimili sínu. Mér finnst þetta mjög áhugaverður lífsstíll sem talar mikið til mín. Fólk býr við ákveðið frjálsræði sem er í mikilli andstöðu við þá forsjárhyggju sem við þekkjum svo vel frá Norðurlöndum. Þarna þarftu t.d. bara að fara með mótorhjólið þitt einu sinni í skoðun um ævina og aldrei meir. Þú þarft ekki að vera með hjálm og ef þú vilt drepa þig fljótt með því að vera ekki með hann þá er það bara þitt mál. Gallarnir á samfélaginu eru líka mjög áberandi en það eru ákveðin heilindi sem eru ráðandi og þau höfða sérstaklega til mín.“

Verk Spessa eru farin að njóta mikillar virðingar í Kansas og eitt helsta safnið þar, Nerman Museum of Contemporary Art, festi kaup á tveimur myndum á sýningunni eftir ljósmyndarann íslenska sem á sér engan líka.

 

ÿØÿá]¶Exif

KÚL Á KAGGANUM: Vinir Spessa fjölmenntu á sýninguna á glæsilegum farartækjum.

Related Posts