Fræga fólkið á oft rétt á ýmsu en hvar er línan dregin?

 

Það er ekkert leyndarmál að sumar stjörnur, leikarar og tónlistarfólk, verða oft ansi ímyndunarveikar áður en haldið er til vinnu, það sýna kröfurnar sem þær setja í samningana sína þar að lútandi. En á meðan sumar eru bara heldur óvenjulegar og ýtarlegar þá eru aðrar bara hreint út sagt út úr kú. Þetta er aðeins smábrot af frægum sögusögnum.

 

SMÁATRIÐIN SKIPTA ÖLLU
Jennifer Lopez sættir sig aldrei við annað en að hrært sé rangsælis í kaffinu hennar þegar hún biður um einn bolla. Það er alveg sama hvar hún er og við hvað hún vinnur. Einnig setur hún þau ströngu skilyrði að í hjólhýsi sínu eigi alltaf að vera hvít lök og gluggatjöld með fullt af hvítum kertum sem búið er að koma fyrir áður en hún stígur inn. Ekki má heldur klikka á því að lökin þurfa að vera úr egypskum bómul.

 

 

EINUM OF „TJILLAÐUR“?
Rapparinn Eminem er alls ekki að fela það hvað hann nýtur frægðinnar mikið en baksviðs krefst hann þess alltaf undantekningarlaust að það bíði sín Play Staytion-tölva, atvinnunuddari, körfuboltakarfa, borðtennisborð og haugur af skyndibitamat frá að minnsta kosti fjórum ólíkum stöðum.

 

Ó, RUSSELL!

Ástralski stórleikarinn Russell Crowe er þekktur fyrir miklar skapsveiflur og þá ekki síst á vinnustað. Mögulega er leikarinn bara svo einbeittur en samkvæmt því sem samstarfsmenn hans hafa sagt skiptir miklu máli að passa hvernig augnatillitin eru sem skjótast í áttina að honum. Ef einhver sendir Crowe augnaráð sem hann mistúlkar getur fjandinn orðið laus, og til þess að koma í veg fyrir það að horft sé mikið í áttina til hans krefst hann sérstaklega að gluggatjöldin í sínu hjólhýsi séu ávallt bleksvört.

 

FASTAR VENJUR
Það lítur út fyrir að P. Diddy njóti þess að vera með hreinlætið í hámarki þegar hann er drukkinn. Á hótelherbergjum sínum biður rapparinn undantekningarlaust um tvö hundruð ónotuð handklæði, tuttugu sápustykki, tvær koníaksflöskur, tvær kampavínsflöskur, tvær vodkaflöskur, cheddar-ost og nóg af kartöfluflögum. Augljóslega eiga hann og J-Lo ýmislegt sameiginlegt.

 

 

ALLT FYRIR CRUISE
Tom Cruise er maður sem elskar að breyta til og er þess vegna aldrei með sömu kröfur tvisvar sinnum í röð. Þær sérkennilegustu áttu sér samt stað þegar hann bað sérstaklega um að fá sendan til sín mat frá indverska veitingastaðnum sem er í mestu uppáhaldi hjá honum í London. Cruise var í miðjum tökum annars staðar í Evrópu og lét einkaflugvél skottast með matinn til sín.

Related Posts