Anna Sigríður Garðarsdóttir (61), eigandi Spennandi:

Verslunin Spennandi hélt tískusýningu og fögnuð fyrir viðskiptavini sína. Frábær stemning og falleg föt einkenndu sýningu ásamt sannkallaðri fjölskyldustemningu.

Tískusýning

FYRIRSÆTUR: Berglind Steinunnardóttir, Guðrún Sæmundsen og Bryndís Torfadóttir sýndu föt á sýningunni.

Tískusýning

STEMNING: Amelia Mateeva og Bergþóra Haraldsdóttir skemmtu sér konunglega.

Fjör „Við vorum að kynna haustlínuna okkar og ákvaðum að gera eitthvað skemmtilegt fyrir viðskiptavini verslunarinnar,“ segir Anna Sigríður, eigandi Spennandi.
„Ég var mjög ánægð með hvernig þetta tókst. Við vorum með lifandi jazz-tónlist þar sem þeir Tómas R. Einarsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson píanisti mynduðu stemningu af stakri snilld. Þeir eru alveg frábærir báðir tveir og spiluðu ljúfa tóna á undan tískusýningunni en svo var hann Kristján Gabríel, barnabarnið mitt, plötusnúður á meðan tískusýningin fór fram. Hann var alveg frábær,“ segir Anna en Kristján Gabríel er aðeins fjórtán ára gamall og strax orðinn virkilega frambærilegur plötusnúður.
„Við vorum með ítalskt merki sem heitir „Mama b“ ásamt tveimur frönskum merkjum, annað heitir „MC Planet“ og hitt er „3322“. Sýningin heppnaðist fullkomlega í alla staði en ásamt þessu merkjum þá vorum við að sýna fylgihluti frá Eggert feldskera.“

 

Áhugi á tískuvörum rennur greinilega í blóði Önnu Sigríðar því dætur hennar eru einnig með sitt eigið fyrirtæki.

Tískusýning

ESJA DEKOR: Sigrún Kristín og Elva Rósa sýndu vörur frá Esja Dekor.

„Sigrún Kristín og Elva Rósa, dætur mínar, voru með pop up-markað frá Esja Dekor sem er vefverslunin þeirra þannig að það má segja að það hafi verið smávegis fjölskyldustemning þarna,“ segir Anna.

Related Posts