Tónskáldið Leifur Þórarinsson hefði orðið áttræður á þessu ári, en hann lést fyrir sextán árum. Afkomendur hans minntust hans á yfirlitstónleikum í Hörpu en Kolbeinn Bjarnason og Hákon, sonur Leifs, báru hitann og þungann af tónleikunum og Hákon stjórnaði Caput-hópnum sem lék tónlist Leifs af mikilli innlifun.

„Þetta var hátíðlegt og vel gert í alla staði,“ segir Alda Lóa Leifsdóttir, dóttir tónskáldsins. „Kolbeinn og Hákon fengu þarna úrvalshljóðfæraleikara með sér og þetta var rosalega spennandi, ekki síst vegna þess að viðstaddir voru sammála um hvað tónlistin eltist vel og það væri alltaf hægt að finna eitthvað nýtt í henni.“ Flutt voru verk frá fyrstu tíð Leifs og allt til hans síðasta verks sem var grafskrift fyrir Bríeti Héðinsdóttur. Hún bað hann um að semja verkið áður en hún lést og það var svo frumflutt í jarðarförinni hennar.“

 

Tónskáld2

Myndlistarmennirnir Þórarinn, sonur Leifs, og Haraldur Jónsson voru kátir. Þórarinn býr í Berlín ásamt eiginkonu sinni, rithöfundinum Auði Jónsdóttur, og syni þeirra en er á landinu til þess að fylgja eftir nýjustu barnabókinni sinni Maðurinn sem hataði börn.

 

Tónskáld3

Alda Lóa Leifsdóttir með dóttur sinni Auði Önnu Kristjánsdóttur og ömmubarninu Hugin.

 

 

Tónskáld4

Tónskáldið Atli Heimir Sveinsson og eiginkona hans, Sif Sigurðardóttir, létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.

 

Tónskáld5

Píanóleikarinn Agnes Löve og harmonikuleikarinn Reynir Jónasson ljómuðu, enda vandfundnari meira sjarmerandi hjón.

 

Tónskáld6

Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, var hress að vanda.

 

 

Related Posts