SH1502069546-1

FLOTTUR: Nýráðinn landsliðsþjálfari

Ragnar Hermannsson, sjúkraþjálfari og landskunnur þjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.

„Ég mun vafalaust setja menn í einhverjar æfingar til að efla þrek. Það skiptir máli fyrir einbeitinguna að vera vel á sig komin líkamlega.“

Íslendingum hefur gengið vel á briddsmótum erlendis og eru núverandi Norðurlandameistarar en Ragnar var sjálfur í því liði sem spilari.

„Bridds er stórskemmtilegt spil og það reynir á marga þætti, spilarar þurfa að lesa vel í mótspilara og aðstæður og reikna nokkra leiki út fyrirfram. Úthald og einbeiting skiptir því miklu.“

Meira um Ragnar í nýjasta tölublaði Séð og Heyrt

Related Posts