Eftir að níu manns voru dæmdir í héraði fyrir friðsamleg mótmæli við lagningu Álftanesvegar í Gálgahrauni fór Bubbi Morthens á fulla ferð við að skipuleggja styrktartónleika til þess að standa straum af sektargreiðslum mótmælendanna fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn.

Hin ástsæla gleðihljómsveit Spaðar var á meðal þeirra sem stigu á stokk á tónleikunum og þeir gerðu stormandi lukku eins og venjulega en bandið er skipað þeim Guðmundi Andra Thorssyni, Sigurði Valgeirssyni og fleiri vitringum. Hugur var í gestum og tónlistarfólkinu og ljóst að níumenningarnir úr hrauninu standa ekki einir í stappinu við réttvísina.

 

Sjá meira í næsta Séð & Heyrt.

Related Posts