Edda Heiðrún Backman (57) opnar sýningu:

Leikkonan og listmálarinn Edda Heiðrún Backman opnaði sýningu í Norræna húsinu. Þar sýnir hún vatnslitamyndir en viðfangsefni hennar að þessu sinni eru líkamar, bæði hefðbundnir og óvenjulegir. Sýningin nefnist HÖRUND og stendur fram í lok nóvember.

List Eddu Heiðrúnar er einstök að því leyti að allar myndir sínar málar hún með munninum en sjúkdómurinn MND hefur svipt hana möguleikanum á að nota hendurnar til þess. Þrátt fyrir það er tækni hennar einstök og hefur hún haslað sér völl sem landsþekktur listmálari.

Fjöldi manns leit við og fagnaði með henni og naut listarinnar í fallegum sal Norræna hússins og Arnmundur Ernst Backman, sonur Eddu Heiðrúnar, söng nokkur lög fyrir móður sína, þar á meðal sérstakt óskalag hennar If You Leave Me Now með hljómsveitinni Chicago.

edda heiðrún

VEL TEKIÐ: Helga Stefánsdóttir leikmyndahönnuður fagnar vinkonu sinni. Hún var ein fjölmargra sem litu við.

Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts