Jón Jónsson (49) er ekki dæmigerður þó að dæmisagan hér sé dæmalaust skemmtileg:

Það er gulls ígildi að eiga góða nágranna þegar fólk býr í fjölbýli, fólkið sem passar upp á póstinn og íbúðina þegar þú ert ekki heima, jafnvel vökvar blómin og gefur kettinum. Nágrannar sem banka upp á og fá lánaðan pott af mjólk eða glas af sykri – eða er þetta kannski ekki svona í dag? En svo eru líka til nágrannar eins og hann Jón hér, sem er bæði svakalega utan við sig og heiftarlega stríðinn. Hér á eftir fer sönn saga um það hvað gerðist þegar hann kom þreyttur heim úr vinnu eitt kvöld og hvaða afleiðingar það hafði.

Réttur maður á röngum stað „Ég kom heim í þungum þönkum eftir langan vinnudag, tók upp símann og nýtti þessar 5-7 sekúndur sem það tók lyftuna að stöðva á hæðinni til að skoða símann minn, bauð góða kvöldið án þess að líta af skjánum framan í fólkið sem tók undir kveðjuna, gekk ákveðnum skrefum að heimilinu, opnaði hurðina og kallaði: HÆ, eins og ég geri alltaf. Hæ var svarað á móti en andyrið var ókunnugt. Ég snerist á hæli, lokaði á eftir mér og hraðaði mér á hæðina fyrir ofan, því þar á ég heima. Hvað ætli nágranninn á neðri hæðinni sé að hugsa núna með þetta HÆ, sem barst úr forstofunni hjá honum … hugsaði ég og hló.“

Nágranni

 

Daginn eftir þegar Jón kom heim fann hann miða í póstkassanum sínum með eftirfarandi skilaboðum, samskonar miði hafði verið settur í alla póstkassa blokkarinnar:
Ágæti nágranni
Ég vil biðja ykkur, að hleypa ekki ókunnugum inn í gegn um dyrasímann, án þess að vita erindi þeirra. Í gær gerðist það að ókunnugur karlmaður kom inn í íbúð mína en flúði af vettvangi þegar hann varð mín var. Ég var nýkominn úr sturtu og gat því ekki séð hver var á ferli en þakka fyrir að hafa verið heima og náð að hræða hann á brott.
Vinsamlega ekki hleypa ókunnugum inn í húsið.
P.S. Það er skelfileg umgengni í soprgeymslunni, pappír á að fara ofan í bláu tunnurnar, tökum höndum saman og göngum vel um.

Íbúi

ÿØÿà
Jón sem er heiftarlega stríðinn eins og áður sagði, sá sér auðvitað leik á borði með að svara með öðrum miða:

Góði granni
Það var ég sem óvart kom inn í anddyri hjá þér og kallaði hæ, taldi mig vera í minni íbúð en fór hæðavillt. Mér brá svo mikið að sjá það að ég var, réttur maður en á röngum stað, að ég hrökklaðist út, ætlaði alls ekki að hræða þig.
Ég var upptekinn við að skoða símann minn, þar var færsla frá vini á Facebook sem var á þessa leið: „Fjölskyldan vill að ég fái aðstoð vegna drykkju minnar.“ Og ég sem reyni frekar að sjá það broslega í lífinu var að skrifa inn þann texta að hann ætti þá að leigja sér barþjón, þegar ég ruddist inn í anddyrið til þín.
Þetta var óvart og ég náði líka að klúðra færslunni því ég náði ekki að klára skrifin áður en ég hrökklaðis út eins og þú segir. Færslan eiginlega skyldi eftir fleiri spurningar fyrir þennan vin minn því ég setti bara inn „Þú ættir þá.“ Sem varð til þess að hann hringdi dauðadrukkinn í mig í gærkvöldi og krafðist skýringa á þessu svari mínu.
Ég var sofnaður þegar hann hringdi svo segja má að karma hafi bitið mig í rassinn þarna. Ég lofa þér að fara varlega í framtíðinni og ekki fara hæðavillt aftur.

P.S. Til að bæta fyrir þessi mistök mín fór ég í ruslageymsluna og tók þann pappír sem var á gólfinu og setti í bláu tunnurnar. Og annað, ég ákvað að setja smáglaðnng í póstkassann þinn, gjafakort fyrir tvo út að borða, ég reyndar setti það í vitlausan póstkassa þennan við hliðina á þínum. Þú getur bankað upp á hjá þeim og fengið gjafakortið.

Fyrirgefðu og vertu í stuði.

Nágranni

 

Eins og menn hafa kannski fattað nú þegar þá var aldrei um neitt gjafabréf að ræða og ekki fer neinum sögum af því hvort að nágranninn hafi bankað upp á hjá eigendum næsta póstkassa við hliðina á sínum. Jón og nágranni hann búa hins vegar enn þá í sama húsi og því er Jón ekki nafngreindur með fullu nafni hér svo ekki komist upp um hann. Hvernig granni ert þú?

Séð og Heyrt elskar granna.

 

Related Posts