Anna Vilhjálms (69) er einn frumherja rokksins:

Frumherjar rokksins halda í hefðirnar og komu saman í Salnum í Kópavogi og sungu vinsæl lög frá gamla, góða rokktímabilinu. Hópurinn hefur gert þetta síðan 1983 þegar Ólafur Laufdal fékk þau til þess að stíga á stokk á Broadway. Anna Vilhjálms lét sig ekki vanta þótt hún þyrfti að syngja með súrefniskút á sviðinu.

Ellismellir „Ég verð að hafa kútinn með mér. Ég lifi ekki án hans,“ segir Anna. „Ég er með vél hérna heima og þetta var litli ferðakúturinn minn. Ég er með þetta í öllum stærðum og gerðum.“
Anna segir það hafa alveg verið á mörkunum að hún treysti sér á sviðið enda hefur hún ekkert sungið síðan hópurinn tróð upp síðast fyrir tveimur árum. „Ég hef ekki sungið bofs síðan á síðasta „show-i“ og er orðin svo léleg en þetta togar svo rosalega í mann, enda búið að vera líf mitt í rúm 50 ár. Ég var ekkert viss um að ég gæti þetta en það hafðist. Ég var ekkert 100% ánægð en þetta var miklu betra en ég bjóst við. Hjá okkur öllum. Við erum engin unglömb lengur. Ég er næstyngst og svo eru allir komnir yfir sjötugt.“

Með Önnu á tónleikunum voru Bertha Biering, Einar Júlíusson, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Garðar Guðmundsson, Helena Eyjólfsdóttir, Mjöll Hólm, Rúnar Guðjónsson, Siggi Johnny, Stebbi í Lúdó, Þorsteinn Eggertsson og Þór Nielsen. Stuðhljómsveitin Partý sá um undirleik og Ómar Ragnarsson var kynnir.

 

Elli

FLOTTIR SKÓR: Þorsteinn Eggertsson í sínum sígildu Bítlaskóm og Siggi Johnny grjótharður í leðurbuxum og rokkskónum.

 

SH-img_7638

STEBBI MEÐ STAFINN: Stebbi í Lúdó er hvergi af baki dottinn og var í banastuði.

 

Elli

ALLAR STELPURNAR: Jóhanna Fjóla, Helena, Bertha og Anna eldhressar og alltaf jafnsætar.

 

SH-img_7642

NÁTENGD: Frændsystkinin Einar Júlíusson og Helena Eyjólfsdóttir voru kampakát.

 

Elli

LÍMIÐ Í HÓPNUM: Garðar Guðmundsson hefur haldið hópnum saman í gegnum árin og þau funda stundum heima hjá honum.

 

Nýtt Séð og Heyrt á næsta blaðsölustað.

 

 

 

Related Posts