Eiríkur Haraldsson (84) og Hildur Karlsdóttir (79), foreldrar Sollu (55) í Gló:

Sólveig Eiríksdóttir í Gló hélt upp á 55 ára afmælið með því að gefa út bókina Himneskt að njóta ásamt dóttur sinni, Hildi Ársælsdóttur næringarfræðingi. Af því tilefni var blásið til glæsilegs útgáfuhófs í Fákafeni – á Gló.

solla Gló

ÖMMUSTELPA: Mæðgurnar Sólveig og Hildur Ársælsdóttir árituðu bókina sína og ömmubarnið, Sólveig Arnardóttir (1), fylgdist spennt með.

Græn fjölskylda „Þetta var mjög skemmtilegt hóf og mér líst vel á nýju bókina. Ég er búinn að skoða myndirnar og uppáhaldsuppskriftirnar mínar en ég er sérstaklega spenntur fyrir þeim uppskriftum sem eldaðar eru í marokkópotti,“ segir Eiríkur, faðir Sollu í Gló.

„Við hjónin erum grænmetisætur og Solla smitaðist af okkur. Það er oft þannig að neyðin kennir naktri konu að spinna en ég er Vestmannaeyingur og var með ofnæmi fyrir fiski. Maður mátti borða lunda en móðir mín var mikið á þeirri línu að grænt væri gott þó að almennt viðhorf á þeim tíma hafi verið að kál væri skepnufóður.“

Eiríkur er hress þrátt fyrir háan aldur og gefur elli kerlingu langt nef.
„Ég er enn þá ungur maður og hef það fínt þó að ég sé 84 ára. Ég er ekki í nokkrum vafa að það er heilnæmu fæði að þakka – manni líður svo vel af því.“

Er Solla mikil pabbastelpa?
„Já, hún hefur alltaf verið það og hugsar afskaplega vel um mig. Hún var mjög efnileg í íþróttum og þó að hún sé ekki há í loftinu náði hún mjög góðum árangri í hástökki án atrennu,“ segir Eiríkur sem vann allan sinn starfsferil sem leikfimikennari.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts