„Það er bara sólskin,“ sagði gamall maður í heita pottinum í Grafarvogslauginni um miðjan laugardag þar sem hverfisbúar nutu frídagsins eins og svo oft. „Mikil guðsgjöf er sólin,“ bætti hann við og það glitti í tár á hvarmi.

Eldri kona á öðrum stað í pottinum, alls óskyld gamla manninum, leit einnig til himins þar sem sólin rétt hékk yfir sjóndeildarhringnum þar sem Breiðholtið rís hæst, tók undir: „Blessuð sólin elskar allt.“ Og svo féll tár.

Þá kom sá þriðji og bætti um betur: „Kyssti mig sól og sagði …“ og komst ekki lengra fyrr en sá fjórði botnaði: „… sérðu ekki hvað ég skín?“

Svo var haldið áfram að dásama sólina sem hafði ekki sést í þessum potti svo vikum eða mánuðum skipti. Létt var yfir mannskapnum, brosin breið og augun eins og pírð þar sem þau kölluðust á við veikt sólskinið á yfirborði laugarvatnsins.

Nokkrum mínútum síðar, í leigubíl á hraðbrautinni, sá bílstjórinn ekki handa sinna skil í sömu sólarbirtunni en ók engu að síður af fullum krafti með aðra hönd á stýri og söng hástöfum gamla John Denver-slagarann: Sunshine On My Shoulder Makes Me Happy! Alsæll í ómögulegri umferðinni.

Og litla barnið sem svaf vært í barnavagninum á svölunum rétt hjá sundlauginni opnaði augun eftir góðan lúr í vetrarstillunni og við því blasti fyrsta sólskinið í lífi þess. Og í stað þess að gráta til að vekja á sér athygli kumraði það af ánægju með þessa áður óþekktu birtu í lífinu sem var rétt á byrjunarreit.

Sólin gerir lífið skemmtilegra, eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu. Og á

eir’kur j—nsson

næstunni á hún ekki eftir að gera neitt annað en að hækka á lofti.

Eiríkur Jónsson

Related Posts