Sóley Tómasdóttir (40) borgarfulltrúi:

shades

KYNNING: Svona er kvikmyndin 50 Shades Of Grey auglýst.

Erótíska kvikmyndin 50 Shades Of Grey fer sigurför um heiminn en hún byggir á heimsfrægri bók eftir konu – fyrir konur.

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi, sem lengi hefur þótt ein kynþokkafyllsta stjórnmálakonan á vinstri vængnum, var spurð hvort hún hefði lesið bókina:

„Ég hef ekki lesið þessa bók og finnst hún satt best að segja ekki mjög spennandi. Ég hef enga ástæðu til þess að dæma fólk sem les þessa bók en ég hef meiri áhuga á nánd og hlýju heldur en því sem ég hef heyrt að gerist í þessari bók. Mér finnst alger óþarfi að upphefja ofbeldisfullt kynlíf umfram það sem klámiðnaðurinn hefur gert nú þegar, tel mun meiri þörf á að ræða tilfinningar og mörk þegar kemur að kynlífi til að tryggja að báðir aðilar geti notið þess á eigin forsendum.“

Meira í nýjasta Séð og Heyrt.

Related Posts