Arnþrúður Karlsdóttir (61) mætti í afmæli Sigmundar Davíðs:

Margt var um manninn í fertugsafmælisveislu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um síðustu helgi. Fólk úr viðskiptum, stjórnmálum og fjölmiðlum samgladdist ráðherranum og þar lét Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, sig ekki vanta. Með henni í för var stjórnarformaður stöðvarinnar og vaskur umsjónarmaður Símatíma stöðvarinnar, Pétur Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð náði vel til hlustenda Sögu í baráttunni gegn Icesave þar sem margir hrifust af staðfestu hans. Forsætisráðherrann tók því útvarpsfólkinu að vonum fagnandi en Arnþrúður sat fyrir margt löngu á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.

GLEÐI: Arnþrúður fagnaði Sigmundi Davíð eins og henni einni er lagið.

GLEÐI: Arnþrúður fagnaði Sigmundi Davíð eins og henni einni er lagið.

Sjáið allar myndirnar úr afmælisveislunni í nýjasta Séð og heyrt.

Related Posts