Manuela Ósk Harðardóttir (32) kann öll trixin í bókinni:

Hún er drottning samfélagsmiðlanna og á Íslandsmet í fylgjendum á Snapchat og Instagram. Manuela Ósk Harðardóttir hefur mörg járn í eldinum, hún er afkastamikil og kemur hlutunum á hreyfingu. Manuela er konan á bak við Miss Universe á Íslandi en keppnin fer fram þann 12. september í Gamla bíói.

SKEMMTILEGT VERKEFNI: Það er virkilega gaman að vinna þetta verkefni, ég hef lært heilmikið af því. Það er gaman að kynnast stelpunum og sjá hvernig þær eflast og fá meira sjálfstraust.

SKEMMTILEGT VERKEFNI: Það er virkilega gaman að vinna þetta verkefni, ég hef lært heilmikið af því. Það er gaman að kynnast stelpunum og sjá hvernig þær eflast og fá meira sjálfstraust.

Fegurð „Það er alveg pláss fyrir fleiri keppnir af þessu tagi hér á landi. Einhverjir halda að ég sé að fara í samkeppni við Ungfrú Ísland en það er alls ekki þannig. Nokkrar af þeim sem eru að keppa hjá mér voru í Ungfrú Ísland í fyrra. Þær hafa ákveðið forskot því þær hafa reynsluna og þekkja til. Það er vel þekkt erlendis að stúlkur ferðist á milli keppna og bæta í safnið hjá sér. Sú sem vinnur hér heima fer út og keppir þar og laun sigurvegarans úti eru ekki af verri endanum. Sú sem vinnur Miss Universe úti fær skólastyrk í háskóla og fær íbúð á besta stað í New York svo dæmi sé tekið. Aðalkeppnin fer fram á Filippseyjum eftir áramót og því er ekki langur tími fram að keppninni,“ segir Manuela sem er á fullu þessa dagana að undirbúa lokakvöldið.

ÞEKKIR ÞETTA VEL: Manuela var kjörin ungfrú Reykjavík og ungfrú Ísland árið 2002 og tók þátt í Miss Universe árið 2003. Hún þekkir því vel til keppninnar og veit hvernig best er að ná árangri.

ÞEKKIR ÞETTA VEL: Manuela var kjörin ungfrú Reykjavík og ungfrú Ísland árið 2002. Hún þekkir því vel til keppninnar og veit hvernig best er að ná árangri.

Keppnin fer fram þann 12. september í Gamla bíói en þar munu 21 stúlka keppa um sæti í aðalkeppni Miss Universe.

„Ég er á þeirri skoðun að það rúmist fleiri keppnir hér á landi. Ég lít ekki svo á að ég sé í samkeppni við Ungfrú Ísland, fleiri keppnir veita fleirum tækifæri til að taka þátt og opna ýmsar dyr. Þvert á það sem margir telja þá snýst þetta ekki bara um fegurð, stúlkurnar verða að hafa bein í nefinu og vera tilbúnar til að leggja hart að sér. Í lokakeppninni úti þurfa þær að svara erfiðum spurningum og sýna það að þær geti valdið titlinum. Það er ekki nóg að vera bara „bjútí“,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir.

EKKI BARA „BJÚTÍ“: Ég er miklu meiri töffari en ég var áður, ég fíla mig best þegar ég hef mikið að gera.

EKKI BARA „BJÚTÍ“: Ég er miklu meiri töffari en ég var áður, ég fíla mig best þegar ég hef mikið að gera.

 

TRUFLAÐ TÆKIFÆRI: „Þær stúlkur sem taka þátt í keppninni fá tækifæri til að ferðast um allan heim og kynnast ótrúlega spennandi lífi.“

TRUFLAÐ TÆKIFÆRI: „Þær stúlkur sem taka þátt í keppninni fá tækifæri til að ferðast um allan heim og kynnast ótrúlega spennandi lífi.“

 

 

EFLING KVENNA: Miss Universe leggur mikla áherlsu á að efla konur og hvetja þær til góðra verka. Sjálfstyrking er einkunnarorð keppninnar.

EFLING KVENNA: Miss Universe leggur mikla áherlsu á að efla konur og hvetja þær til góðra verka. Sjálfstyrking er einkunnarorð keppninnar.

 

ALLTAF Í VINNUNNI: Manuela er tveggja barna móðir og sívinnandi. Hún leggur hart að sér til að ná árangri í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

ALLTAF Í VINNUNNI: Manuela er tveggja barna móðir og sívinnandi. Hún leggur hart að sér til að ná árangri í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts