Á fullveldisdaginn, 1. desember, var Alþjóðlegi alnæmisdagurinn og fóru starfsmenn snyrtivörurisans MAC fyrir hönd The MAC Aids fund og afhentu peningastyrk að upphæð tvær milljónir króna til HIV Ísland. Þetta er í 6.skipti sem sjóðurinn styrkir HIV Ísland og hefur styrkur úr sjóðnum verið eyrnamerktur forvarnarstarfi í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum á landinu öllu.
Forvarnarfræðsla sem þessi er mjög mikilvægt til þess að fræða unga fólkið um sjúkdóminn og forðast þannig líka fordóma í garð HIV smitaðra og koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.
Án styrksins væri þetta ekki gerlegt.

Related Posts