Myndin er þegar orðin tekjuhæsta stríðsmynd sögunnar:

American Sniper, nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, stefnir í að slá átta ára gamalt met hvað varðar tekjur af miðasölu yfir Super Bowl helgina. Myndin halaði inn 10 milljónir dollara s.l. föstudagskvöld og reiknað er með að miðasalan yfir helgina nemi um 32 milljónum dollara. Fyrra tekjumet á Super Bowl helgi átti Hanna Montana/Miley Cyrus: The Best Of Both Worlds Consert Tours árið 2008 en það nam 31,1 milljón dollara.

American Sniper er þegar orðin tekjuhæsta stríðsmynd sögunnar. Hingað til hefur miðasala hennar gefið af sér 227 milljónir dollara eða rétt rúmlega 30 milljarða kr. Fyrra metið átti myndin Saving Private Ryan sem náði inn um 216,5 milljónum dollara.

Sjálfur Super Bowl leikurinn er í kvöld en það er hefð fyrir því að stórmyndir eru ekki frumsýndar þá helgi sem leikurinn er. Stafar það af því að fjöldi fólks vill frekar fylgjast með leiknum en fara í bíó.

Related Posts