Jóhanna María Sigmundsdóttir (23) er skvísa með skódellu:

Jóhanna María er yngsti þingmaðurinn til að setjast á þing á Íslandi, hún var ekki nema 22 ára þegar hún tók sæti. Jóhanna María er búfræðingur að mennt og alin upp í sveit, en það er samt stutt í skvísuna og hún hefur sérstaklega gaman af því að spá í föt og tísku.
Með skódellu „Ég er með algjöra skódellu, hef alltaf verið, ég fór snemma að máta spariskóna hennar mömmu, ég á þá í dag. Skórnir mínir vekja eftirtekt á þinginu, ég fer kannski ekki á hæstu hælana en ég reyni alltaf að vera í einhverjum flottum,“ segir unga þingkonan Jóhanna María.

Fatnaður framkoma og útlit skiptir máli þegar þingmenn eiga í hlut, það er ekki öllum sjálfgefið að vita hvaða fatnaður er viðeigandi og við hvaða tækifæri.
„Við fengum aðstoð frá stílista þegar við byrjuðum á þingi. Það var virkilega hjálplegt, ég lærði alveg heilmikið. Ég fór í litgreiningu og lærði betur á ýmsar fatasamsetningar. Ég er líka með frábæran hárgreiðslumann, hann Ásgeir á Hairbrush, og þangað fer ég líka í smink ef mikið liggur við. Það er svo þægilegt, þau vita alltaf hvað ég vil, ég labba bara inn og sest í stólinn og málinu reddað.“

IMG_1862

SKVÍSA Í HLÉBARAÐAMYNSTRI: „Ég nota þennan kjól mjög oft, ég fékk hann á markaði fyrir 500 krónur og hann verður oft fyrir valinu. Þetta er ekki alltaf spurning um dýra merkjavöru, það getur komið sér vel að hagsýnn.“

Saknar þess að geta ekki verið í gallabuxum
„Það hefur verið virkilega lærdómsríkt að sitja á þingi, ég hef lært alveg heilmargt. Ég fékk oft að heyra það að ég væri bara uppfyllingarefni, sæt á lista, en ég tel að ég hafi komið fólki á óvart. Ég er líka svo heppin með þingflokk, allir tilbúnir að hjálpast að. Ég hef þurft að ferðast svolítið vegna starfsins og það eru mikil forréttindi. Mér var stundum tekið sem lærlingi eða aðstoðarmanni fyrst þegar ég fór til útlanda. Það tók suma tíma að átta sig á því að stelpan var í alvörunni þingmaður en ekki ritari. Ég hélt fyrst þegar ég hóf þingmannsstörfin að ég ætti að vera virkilega íhaldssöm í klæðnaði en þetta er samt ekki svo stíft, en ég mæti ekki í gallabuxum mér finnst það ekki viðeigandi, en mig grunaði ekki hvað væri hægt að sakna þess mikið að geta ekki gengið um í gallabuxum.“

IMG_1855

ÞINGMAÐURINN OG KÝRIN: Jóhanna er yngst allra til að taka sæti á þingi, hún hefur staðið sig vel í starfi. Hún er menntuð sem búfræðingur og alin upp á kúabúa. Vinir hennar gáfu henni myndina af kusu til að hafa hluta af sveitinni í borginni og hugurinn reikar oft heim

Elskar sveitina
„Ég fer vestur til pabba og mömmu eins oft og ég get, ég er alin upp í Mjóafirði á Látrum og þar er gott að vera og hvíla sig eftir annríkið á þingi. Ég trítla ekki um á háum hælum í sveitinni, þar eru það gúmítútturnar sem duga.“

Þingmannsstarfinu fylgir mikill erill og ekki öllum gefið að sameina starf og einkalíf.

„Nei, ég á ekki kærasta,“ segir Jóhanna og brosir. Það er alveg brjálað að gera og ég er ekkert að leita sérstaklega, en það er aldrei að vita hvað gerist, kannski bankar einhver upp á. Ég sé mig samt ekki sem þingkonu um aldur og ævi, ég stefni á frekara nám í framtíðinni, ég er spennt fyrir námi í markaðsfræðum og öðru því tengdu og gæti vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni.“

Related Posts