Gísli Pálmi (24) með sérhannaða boli:

Allir klæddust Ragnheiði á útgáfutónleikum Gísla Pálma

Sérhannað Rapparinn Gísli Pálmi hélt útgáfutónleika sína um daginn og vöktu bolir hans mikla lukku meðal gesta. Bolina hannaði Gísli Pálmi sjálfur og á þeim má sjá mynd af Ragnheiði Jónsdóttur, prófastsdóttur úr Vatnsfirði, sem er hvað þekktust fyrir að prýða fimm þúsund króna seðilinn. Verðið á bolunum var einmitt fimm þúsund krónur, eða eins og Gísli Pálmi orðaði þetta, Ragnheiður fyrir Ragnheiði. Tónleikagestir voru hæstánægðir með bolina og ruku þeir út eins og heitar lummur.

Gísli Pálmi

SÆL MEÐ TATTÚ OG BOL: Ósk Guðmundsdóttir, útvarpsmaður á FM95.7, var í góðum félagsskap Jóa Bling sem er einn meðlima í Glacier-mafíunni og náinn samstarfsmaður Gísla Pálma.

IMG_5266

BOLIRNIR SLÓGU Í GEGN: Tónleikagestir tóku vel í bolina frá Gísla Pálma og þeir ruku út eins og heitar lummur.

ÿØÿà

MÆTTIR Í 101: Drengirnir úr 111 Reykjavík mættu í 101 Reykjavík til að styðja sinn mann, Gísla Pálma. Þeir voru svalir og virkilega í góðu stuði.

Gísli Pálmi

ÖÐRUVÍSI SMART: Helga Mattína skreytti sig sérstaklega fyrir tónleikana og fékk verðskuldaða athygli fyrir skemmtilega og öðruvísi förðun.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

 

Related Posts