Pétur Jóhann (43) með uppistand í flugvél og sendiráði:

Pétur Jóhann

ALDREI EINS GÓÐUR: Pétur Jóhann fór á kostum.

Farþegar með WOW á leið til Kaupmannahafnar fengu bónus þegar grínistinn Pétur Jóhann stóð allt í einu upp úr sæti sínu og fór að skemmta í háloftunum.

Pétur Jóhann, Rúrik Gíslason, Sverrir Bergmann

SKEMMTILEGT: Inga Vala, Pétur og Kristbjörg.

Engum líkur Grínistinn og spéfuglinn Pétur Jóhann er alltaf að koma á óvart. Hann sannaði það í flugvél WOW á leiðinni til Danmerkur þar sem hann sló í gegn hjá farþegum þegar hann fór með uppistand en með því var hann að hita sig upp fyrir veislu í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn.

Í sendiráðinu var fullt út að dyrum og fólk veltist um af hlátri. Þarna var söngvarinn Sverrir Bergmann og fótboltakappinn Rúrik Gíslason og skemmtu sér konunglega eins og allir hinir gestirnir.

 

SH-11165870_102057347553822

FLOTTIR FÉLAGAR: Það fór vel á með þeim félögum, Pétri Jóhanni, Sverri Bergmann og Rúrik Gíslasyni.

Related Posts