NL1503187819-9

STÍGUR FRAM: Manuela stígur loks fram með sína hlið.

Manuela (31) segir sína hlið í einlægu viðtali:

Í Nýju Lífi sem kemur út í dag tjáir Manuela Ósk sig í fyrsta sinn opinberlega um skilnað sinn við fótboltakappann Grétar Rafn Steinsson. Í viðtalinu kemur þetta meðal annars fram:

„Er sumarið nálgaðist flaug Manuela með börnin heim til Íslands í sumarfrí en Grétar varð eftir úti til að undirbúa komandi leiktímabil. Í ágúst kom Grétar svo heim að spila landsleik og þau skírðu dóttur sína, Elmu Rós. Grétar flaug svo út næsta dag en Manuela átti beint flug til Manchester tveimur dögum seinna, ásamt börnunum og systur Grétars sem hugðist dvelja hjá þeim tímabundið.

Kvöldið áður en Manuela hélt utan barst henni óvæntur netpóstur frá eiginmanni sínum. Að sögn Manuelu kom fram í póstinum að Grétar vildi ekki fá hana og börnin aftur til Bretlands. Hann tilkynnti henni að hann væri búinn að segja upp leigunni á húsinu og því myndi hún ekki eiga neitt heimili ef hún kæmi út. Hann væri einnig búinn að tala við flutningafyrirtæki sem myndi pakka niður dótinu hennar og senda það til Íslands. Að sögn hennar tók Grétar það skýrt fram að hann vildi ekki að hún kæmi út og kvaddi hana með þeim orðum.“

 

Meira um málið í nýjasta Nýju Lífi

 

 

Related Posts