Kristín Sigurjónsdóttir (58) er Stonsari:

Það var einvalalið söngvara og tónlistarmanna sem bauð upp á helstu lög hljómsveitarinnar Rolling Stones í Eldborgarsal Hörpu nýlega. Sveitin var stofnuð í London 1962 og hefur starfað óslitið síðan, í 54 ár, við miklar vinsældir. Safnplata þeirra, Forty licks, kom út 2002 og inniheldur 40 af þeirra þekktustu lögum og voru flest þeirra tekin þetta kvöld við góðar undirtektir tónleikagesta.

Rokk og ról Ljósmyndarinn Kristín Sigurjónsdóttir sem búsett er á Siglufirði var með tónlistarmönnum allan daginn og myndaði síðan tónleikana um kvöldið, meðan hún naut tónlistarinnar með systrum sínum. Kærasti Kristínar er Gunnar Smári Helgason hljóðmaður, hann er oft nefndur hljóðmaður Íslands.

„Ég var náttúrlega með þeim allan daginn og var því á mjög löngum tónleikum,“ segir Kristín og hlær. „Það var rosalega gaman að fara um kvöldið, mér fannst heilmikið stuð og fólk ánægt með tónleikana.“

„Ég er mikill Stones-aðdáandi og þekkti allflest lögin, það var eitt sem að bara rifjaðist upp fyrir manni,“ segir Kristín. Söngvararnir Stefán Jakobsson, Pétur Ben, Þór Breiðfjörð, Agnes Björt Andradóttir og Egill Ólafsson sáu um að syngja lög Rolling Stones. „Söngkonan unga kom ofboðslega á óvart og fólk talaði um það á eftir,“ segir Kristín. „Egill Ólafsson var líka ótrúlega flottur.“

Tónleikarnir voru líka fluttir í Hofi Akureyri og fór Kristín einnig á þá. „Það var líka rosalega gaman á Akureyri og stemning hjá fólki þar. Forty licks tókst virkilega vel upp.“

Stones

Kristín Sigurjónsdóttir ljósmyndari.

Stones

WILD HORSES: Jafnvel villtir hestar hefðu ekki getað dregið söngkonuna Agnesi Björt Andradóttur af sviðinu, slíkur var sviðssjarmi hennar og söngur, en hún er að stíga sín fyrstu skref í bransanum

Stones

I CAN´T GET NO SATISFACTION: Tónleikagestir fengu samt fylli sína af rokki og góðri tónlist í Hörpu og gæsahúð þegar söngvararnir trommuðu allir af miklum móð í laginu Paint it Black.

Stones

UNDER MY THUMP: Egill Ólafsson hafði alla gjörsamlega undir þumli sér þegar hann steig á svið enda margreyndur í bransanum og toppsöngvari.

Stones

JUMPIN JACK FLASH: Pétur Ben og Þór Breiðfjörð fóru létt með að nota allt sviðið um leið og þeir sungu, enda fantaflottir söngvarar.

Stones

START ME UP: Það verður ekkert af tónleikum án góðs undirbúning og hér ráða þeir Tómas Tómasson, tónleikahaldari og gítarleikari, og Gunnar Smári Egilsson ráðum síum.

ÿØÿáLÏExif

LETS SPEND THE NIGHT TOGETHER: Tónleikagestir byrja að streyma í salinn, tilbúnir að eyða kvöldinu með lögum Rolling Stones.

Stones

. PAINT IT BLACK: Söngvarinn Stefán Jakobsson mætir oftast á svið svartklæddur og dökkur yfirlitum, en það sama verður ekki sagt um sönginn, sem er litríkur, enda Stefán frávær söngvari og getur bókstaflega sungið allt.

 

 

Related Posts