Hafliði Ragnarsson (46) þekkir leiðina að hjarta konunnar:

Ef leiðin að hjarta konunnar er ekki í gegnum skó og súkkulaði er hún ekki til.

skór

SJÚK FREYSTING: Súkkulaðiskór er freisting sem fáar konur standast og það jaðrar við að vera kvikindislegt af Hafliða að búa þá til.

Sukkulaðimeistarinn Hafliði stal senunni í haustfagnaði sem haldin var í skóverslun Mörtu Jónsdóttur.  Þótt skór Mörtu séu vel hannaðir bauð Hafliði upp á girnilegri skó en áður hafa sést á Íslandi og gestirnir hreinlega slefuðu yfir þeim enda búnir til úr súkkulaði.

MEISTARI: Súkkulaðimeistarinn Hafliði hefur endalaust gaman af því að búa til nýjungar úr súkkulaði.

MEISTARI: Súkkulaðimeistarinn Hafliði hefur endalaust gaman af því að búa til nýjungar úr súkkulaði.

„Það er alltaf verið að vinna með súkkulaði í tískunni og búa til alls konar skó og töskur,“ segir Hafliði. „Mér finnst gaman að bjóða upp á súkkulaði í skemmtilegri framsetningu, sem fólk nýtur þess að gefa eða hafa á borði, og svo er hægt að borða þetta allt saman á eftir.

Verið er að hanna heppilegar umbúðir um súkkulaðiskóna frá Hafliða og stefnan að bjóða upp á þá fljótlega í búðinni hjá Mörtu og eftir pöntunum.

Sjáið skóna í Séð og Heyrt:

 

 

Related Posts