Helen2

Hún tekur sig vel út í bikiní.

Það er ekkert leyndarmál að snyrtivörubransinn notar oft mjög svo ungar fyrirsætur þegar selja á krem eða ilmvötn. En nú virðast tímarnir vera að breytast.  Snyrtivörurisinn L´Oreal Paris hefur fengið Helen Mirren ( 69 ) til að vera andlit fyritækisins. Þar með fetar hún í fótspor Evu Longoriu, Jennifer Lopez og Blake Lively.

Helen Mirren er þekkt fyrir það að hafa afslappaða afstöðu til eigin útlits og hefur hún m.a. sagt að hún klippi sig sjálf. Einnig að þó hún borði yfirleitt bara hollan mat þá skuli fólki ekki bregða þó það sæi hana á Mcdonalds annað slagið.

 

 

Related Posts