1386077742_paul-walker-vin-diesel-zoom

VINIR: Walker og Diesel voru miklir félagar.

Leikarinn og ofurtöffarinn Vin Diesel eignaðist dóttur þann 16. mars með konu sinni Paloma Jiménez. Eins og flestir vita er Diesel einn af leikurunum sem leikið hafa í Fast and Furious myndunum en samleikari hans og vinur Paul Walker dó seint á árinu 2013. Diesel ákvað að halda minningu vinar síns á lofti og skírði nýfædda dóttur sína Pauline.

„Það er enginn önnur manneskja sem ég hugsaði um jafn mikið og Paul þegar ég klippti á naflastrenginn. Ég vissi að hann var þarna og ég fann fyrir nærveru hans. Ég vill gera minningu hans að föstum parti í mínum lífi og sá þarna kjörið tækifæri til þess.“

Diesel á fyrir tvö börn þau Hania Riley Sinclair, sex ára, og Vincent Sinclair fjögurra ára.

 

Related Posts