Voru á leið til og frá Íslandi vegna vinnu í Noregi þegar Icelandairþota bilaði í miðri ferðinni:

Um 25 manna hópur frá Ístak í Noregi á leið til Íslands eyddi fyrrinótt á hóteli í Þrándheimi. Álíka stór hópur frá Ístak á leið frá Íslandi til Noregs með sömu Icelandairþotu eyddi hinsvegar nóttinni á hóteli í Björgvin. Ástæðan var bilun í skynjara sem kom upp í þotunni.

Icelandairþotan var á leiðinni Keflavík, Björgvin, Þrándheimur þegar bilunin kom upp. Hún var nokkuð dramatísk fyrir farþega því þotan var komin í flugtakið af flugvellinum í Björgvin þegar bilunin varð og hætt var við flugtakið. Skynjarinn sem um ræðir er á öðrum væng þotunnar að því er Ístakmenn fréttu síðar.

SMÁTT OG SÆTT: Um er að ræða smávirkjanir sem falla vel inn í umhverfið.

SMÁTT OG SÆTT: Um er að ræða smávirkjanir sem falla vel inn í umhverfið.

Ístak er að byggja fimm smávirkjanir við Tosbotn í norðanverðum Noregi. Þegar íslenskir starfsmenn fara heim í hvíld þurfa þeir fyrst að taka rútu sem er yfir fimm tíma að keyra til Þrándheims. Þar tekur svo flugið heim við. Vegna bilunarinnar í þotunni tók ferðalagið heim yfir sólarhring en á góðum degi er hægt að ná því á vel undir helmingi þess tíma. Á móti kemur að yfirlætið var gott á Radison Blu flugvallarhótelinu í Þrándheimi.

Related Posts