Bjarni Þórarinsson leitaði að hinu nýja Íslandi:

Myndlistarmaðurinn og sjónháttarfræðingurinn Bjarni Þórarinsson varð fyrir miklum áhrifum af efnahagshruninu. Hann lagðist í leit að hinu nýja Íslandi sem allir töluðu um í rústunum og byrjaði að þróa nýtt hugmyndakerfi sem hverfist um það sem hann kallar „donnettur“.

Bjarni

NÝ HUGSUN: Bjarni Þórarinsson hugsaði allt upp á nýtt eftir hrun og lagðist í leit að hinu nýja Íslandi.

Bjarni

SAFNGRIPIR: Veggspjöld Godds eru listaverk og um að gera að tryggja sér eintak áður en þau seljast upp.

Donnettur Í leit sinni ferðaðist Bjarni um landið, aldrei þessu vant vopnaður myndavél. Afrakstur leitarinnar er nú til sýnis í Spark design við Klapparstíg en sýninguna opnaði Bjarni á þjóðhátíðardaginn.
Bjarni hefur haft þann háttinn á um árabil að fá grafíska hönnunarprófessorinn Guðmund Odd Magnússon, Godd, til þess að hanna veggspjöld til þess að kynna sýningar sínar. Veggspjöld Godds eru listaverk ein og sér og spjöldin fyrir sýninguna Nýja Ísland hafa verið prentuð í takmörkuðu upplagi og eru seld á 35.000 krónur stykkið í Spark.
Bjarni segir hróðugur að Skúli Mogensen, forstjóri WOW, hafi keypt tíu stykki áður en sýningin opnaði.

Guðmundur Oddur Magnússon DV4910140507 Goddur Guðmundur Oddur Magnússon DV4910140507 Goddur

GODDUR: Guðmundur Oddur og Bjarni hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina og veggspjöldin sem Goddur gerir fyrir Bjarna eru eftirsótt, enda listaverk ein og sér.

Hann hefur sem sagt lagt út 350.000 krónur til þess að tryggja sér eintök en þetta hlýtur að teljast vísbending um að veggspjöldin séu góð og traust fjárfesting, enda veit Skúli hvað hann syngur í þeim efnum. Og hefur greinilega góðan smekk á myndlist.

Nýtt Séð og Heyrt á morgun!

Related Posts