Rikka (36) tók Sykurlausan september með trompi:

 

 

Friðrika Hjördís, betur þekkt sem Rikka, og athafnamaðurinn Skúli Mogensen eru á heilsulínunni. Skúli átti afmæli nýlega og Rikka hélt upp á daginn með því að elda dásamlegan mat.

 

Heilbrigð „Ég er ekki búin að skipuleggja neitt sérstakt en ég er með nokkur járn í eldinum. Aðalmálið er að vera góð við hann eins og alla aðra daga,“ sagði Rikka um afmælisdag kærasta síns, athafnamannsins Skúla Mogensen. „Það er helst að ég eldi eitthvað fyrir hann og þakki fyrir lífið, ekkert yfirdrifið,“ bætir Rikka hógvær við.

Sykurlaus september

Rikka segir hún viðbrögðin við ,,Sykurlausum september“ átakinu hafa komið sér á óvart. ,,Sjálf hef ég fengið alla fjölskylduna í þetta og það hefur gengið ótrúlega vel. Ég á tvo stráka, sex og sjö ára, og þeir hafa tekið þátt í þessu með mér af fullum krafti. Í staðinn fyrir að gefa þeim sælgæti þá verðlauna ég þá á einhvern máta. Við fórum til dæmis í hellaskoðun um daginn og tókum hollt nesti með. Síðan fórum við í bíóferð þar sem ekkert sælgæti var í boði, bara popp og sódavatn, en strákarnir voru meira en til í það.

Lítil skref

Rikka segir að sjálf hafi hún ekki tekið átakið alla leið og fái sér sykur annað slagið. „Ég er ekki að ætlast til þess, hvorki af sjálfri mér né öðrum, að sleppa sykrinum alfarið. Ég vil fyrst og fremst vekja fólk til umhugsunar. Ég vil að fólk taki lítil skref, til dæmis að sleppa því að setja sykur í kaffið. Ein teskeið verður að nokkrum matskeiðum á mánuði. Lítil skref geta sannarlega skilað árangri.“

Mikið í boði

Rikka byrjaði með nýja seríu af Léttum sprettum núna í haust þar sem hún ferðast um landið og kynnist því besta sem landið hefur upp á að bjóða hvað varðar útivist. Rikka segir að framboðið hafi komið sér skemmtilega á óvart og úr nægu hafi verið að velja. „Ég gerði allt milli himins og jarðar, fór á hestbak, í  „river rafting“ og flúðasiglingu í einni rosalegustu jökulsá í Evrópu. Eftir því sem ég eyddi meiri tíma í gerð þáttanna og fékk að kynnast meira hvað landið hefur upp á að bjóða þá sá ég alltaf betur og betur hvað landið okkar er stórkostlegt.“

Related Posts