Sjónvarpsframleiðendur vantar ekki hugmyndirnar:

Raunveruleikaþættir hafa um árabil verið ein stærsta peningakýr sjónvarpsstöðva og framleiðenda. Fyrsti steinninn var lagður árið 1992 með þættinum The Real World á MTV en þegar Survivor kom fram um aldamótin 2000 var ekki aftur snúið. Allir vildu eignast hlut í æðinu og fram komu æ skrítnari og óraunverulegri sjónvarpsþættir. Hér eru nokkrir af þeim allra skrítnustu!

d

TÖFFARI: Í þættinum VANILLA ICE GOES AMISH ferðast rapparinn Vanilla Ice til stærsta Amish-samfélags Bandaríkjanna

 

VANILLA AMISH:

Í þættinum VANILLA ICE GOES AMISH ferðast rapparinn Vanilla Ice til stærsta Amish-samfélags Bandaríkjanna til að læra allt um handverk þeirra og hefðir.

 

 

BÆJARRÁÐ BARNANNA:

Árið 2007 ákvað CBS-sjónvarpsstöðin að það væri frábær hugmynd að planta 40 börnum á yfirgefinn búgarð í þættinum KID NATION. Áttu börnin að takast á við hin ýmsu fullorðinsverk og reyna að lifa saman í samfélagi. Börnin bjuggu til bæjarráð og slátruðu kjúklingum í þættinum sem var harðlega gagnrýndur fyrir þær aðstæður sem börnin voru sett í.

 

 

SVANURINN:

d

ÁHUGAVERÐUR: Átta konur, sem óánægðar eru með útlit sitt, eru sendar í hinar ýmsu lýtaaðgerðir í þættinum SWAN

Átta konur, sem óánægðar eru með útlit sitt, eru sendar í hinar ýmsu lýtaaðgerðir og í lokaþætti THE SWAN látnar keppa um hver þeirra sé fegurst. Sem sagt: þegar þær eru loksins komnar með draumalúkkið er þeim stillt upp við hliðina á öðrum konum og sagt að eftir allar aðgerðirnar séu þær enn ekki nægilega sætar! Það sem er kannski skrítnast að gerð var önnur þáttaröð þrátt fyrir hávær mótmæli.

 

 

SKRÍTNAR FÍKNIR:

Hafi þér einhvern tíma liðið eins og þú sért skrítin/n eða utangátta skaltu kíkja á þættina My Strange Addiction en þar má sjá konu borða klósettpappír, aðra konu baða sig í hreinum klór og enn aðra borða ösku látins eiginmanns síns.

 

 

ELDRI BORGARAR:

d

UMDEILDUR: Monica Lewinski var kynnir í þættinum MR. PERSONALITY

Í þættinum SUNSET DAZE geta áhorfendur lifað sig inn í lúxuslíf eldri borgara í Arizona sem fá sér tattú, detta í það og skella sér í fallhlífarstökk. Jersey Shore gamla fólksins alla leið!

 

HERRA PERSÓNULEIKI:

Monica Lewinski var kynnir í þættinum MR. PERSONALITY á Fox en þar átti ung kona að velja sér eiginmann úr hópi tuttugu karlmanna sem báru undarlegar og hálfóhugnanlegar grímur. Þannig átti hún að geta einbeitt sér að persónuleikanum frekar en útlitinu.

 

BESTA SKEGGIÐ:

WHISKER WARS er einmitt það sem vantaði í sjónvarp; menn að keppa í skeggvexti.

 

 

HATARAR:

d

VINSÆLL: Í þættinum H8R horfðust stórstjörnur frá Hollywood í augu við sína verstu gagnrýnendur

Þátturinn H8R vakti mikil viðbrögð en í þættinum horfðust stórstjörnur frá Hollywood í augu við sína verstu gagnrýnendur eyddu tíma með þeim og reyndu að breyta skoðunum þeirra sem gjarnan voru illa ígrundaðar og byggðar á slúðri frekar en raunveruleikanum.

Related Posts