Fékk hugmyndina í Bandaríkjunum:

Þjóðverjinn Rolf Vogt hefur slegið nágrönnum sínum við þegar kemur að jólaskreytingum á húsi sínu. Húsið er lýst upp með 450.000 jólaperum en þeim fjölgar á hverju ári.

Hugmyndina fékk Vogt árið 1999 þegar hann og sonur hans ferðuðust til Bandaríkjanna og sáu þar hús alsett jólaljósum. Árið eftir hófust þeir handa um að skreyta sitt hús í sama stíl. Bætt er við ljósin á hverju ári.

Rolf segir að hann hefji undirbúning að jólaskreytingu sinni í júlí á hverju ári þegar garðurinn í kringum húsið er tekinn í gegn fyrir komandi jólalýsingu í lok desember. “Fólk vill sjá eitthvað nýtt á hverju ári,” segir hann. Fjöldi gesta kemur árlega til að sjá nýjustu uppstillinguna hjá Rolf yfir jólin.

Related Posts