Ómar Ragnarsson (75) er óstöðvandi:

Einfalt og ódýrt Ómar Ragnarsson vakti athygli þegar hann kom aðvífandi á frumsýningu á kvikmyndina um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, á litlum jeppa og skipti um föt á gangstéttinni við bílinn.

„Ég var að koma úr Hrafntinnuskeri og fór beint í bíó,“ segir Ómar sem er alltaf á ferð og flugi.

ÿØÿáaPExif

BROSANDI: Ómar mætir á frumsýningu beint úr sveitinni.

„Ég er með allt sem ég þarf í bílnum svo ég geti lagt fyrirvaralaust af stað. Ég er alltaf með mat til tveggja eða þriggja daga og allan búnað til að vera á jökli jafnlangan tíma.“

Og hvað borðar þú?

„Ég er aðallega með fínmalaðan hafragraut sem ég hræri upp í vatni og er fáanlegur í öllum verslunum. Þetta er auðvelt og gefur mikla orku og ég vil hafa þetta einfalt og sem ódýrast. Alltaf að spara,“ segir Ómar sem hefur nokkra bíla til ráðstöfunar þó að ekki séu þeir allir á númerum. Í frumsýningarveisluna hjá Jóhönnu Sig kom hann á fornbíl, 27 ára gömlum Suzuki Fox með blæju:

„Þetta er ódýrasti jeppinn sem hægt er að fá – alveg frábær.“

Ómar Ragnarsson hefur sofið mörg hundruð nætur á hálendinu og þá yfirleitt í bílnum. Hann er alltaf í svörtum skóm sem ganga bæði í samkvæmum og á jöklum en mikilvægasti hluturinn er skófla:

„Ég er alltaf með skóflu. Skóflan er klósett öræfanna.“

ómar

BÍLLINN: Svona lítur út í bílnum hjá Ómari fram í. Aftan í eru svo svefnpokinn og skóflan.

Related Posts