Vinnustaður margra er gróðrastía baktería og fæstir gera sér grein fyrir því. Tíu milljónir baktería geta þrifist á einu skrifborði sé það ekki þrifið reglulega – sem sjaldnast er raunin.

Ný könnun í Bretlandi sýnir að venjulegt skrifborð á venjulegri skrifstofu er oft 400 sinnum skítugra en hefðbundin klósettseta. Inflúensuvírus getur lifað í 24 stundir virkur á slíku skrifborði og rannsóknin sýnir janframt að 2/3 hlutar skrifstofufólks matast við skrifborð sitt en aðeins 1/5 hefur fyrir því að þrífa það.

Svo ekki sé minnst á lyklaborð tölvunnar eða músina. Þar eru bakteríutölurnar brjálæðislega háar.

Related Posts