Útvarpsstjarnan Andri Freyr (34) fer aftur á flandur í sjónvarpinu:

 

Það má búast við nýjum töktum í sjónvarpsþættinum Andri á flandri, sem er að hefja göngu sína á ný í Ríkissjónvarpinu, því hundurinn fær ekki að vera með í þetta sinn en hann vakti mikla athygli í síðustu seríu.

Flandur Andri Freyr bíður spenntur eftir viðbrögðum sjónvarpsáhorfenda við nýju seríunni og þá ekki síst nú þegar hundurinn Tómas er ekki lengur með. Hann ætlar heldur að nota hljóðmann sinn í mynd – en það er fátítt. Hljóðmaðurinn sem kemur í stað hundsins heitir Dabbi Maggi og lenti einu sinni á lista yfir tíu bestu elskhuga landsins en svo frægur varð hundurinn aldrei.

„Davíð Magnússon heitir hann fullu nafni og er sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar sem allir þekkja,“ segir Andri Freyr og hefur tröllatrú á þessum hlutverkaskiptum:

„Dabbi Maggi er fyrrverandi heitasti piparsveinn landsins, svo heitur að hann er enn piparsveinn. Hann er fyrrum gítarleikari Bubbleflies og Sssól og hann var reyndar líka með Kátum piltum. Nú vinnur Dabbi í Berlín þar sem hann semur tónlist fyrir tölvuleiki. Alveg toppmaður.“

andri flandri andri flandri

HRESSING: Félagarnir fara víða á flandri sínu og þá er gott að vera með heitt á könnunni.

 

Related Posts