Eiginkonan fer fram á sameiginlegt forræði yfir börnunum:

Jillian Fink eiginkona Grey Anatomy leikarans Patrick Dempsey hefur sótt um skilnað frá honum. Þau hafa verið gift undanfarin 15 ár. Jillian, sem er föðrunarsérfræðingur, segir að ástæða skilnaðarins sé „óyfirstíganlegur mismunur“.

Í frétt Daily Mirror um skilnaðinn segir að Jillian fari fram á sameiginlegt forræði yfir börnum þeirra, hinni 12 ára gömlu dóttur Tallulha Fyfe og hinum sjö ára gömlu tvíburasonum Sullivan Patrick og Darby Galen. Þar að auki fer hún fram á að Dempsey greiði fyrir framfærslu hennar og meðlag með börnunum. Talið er að auður hins 49 ára gamla leikara nemi um 40 milljónum dollara eða um 5 milljörðum kr.

Haft er eftir heimildarmanni sem er kunnur þeim Jillian og Patrick að það eigi eftir að koma í ljós hvort þessi skilnaður fari fram í þeirri vinsemd sem sameiginleg yfirlýsing þeirra tveggja gefur til kynna.

Related Posts